Styð við þróun og innleiðingu á stöðlum fyrir rafræn evrópsk stúdentakort og rafræn gagnaskipti með því að efla samstarf og tengsl við hagsmunaðila innan EES.
Helstu verkefni: Upplýsingamiðlun, undirbúningur funda, gerð bakgrunnskjala og fundagerða, þróun kynningarefnis, leiði lítið teymi sem veitir beina ráðgjöf og aðstoð, vinn tölfræðilegar greiningar og árangurskýrslur sem og að aðstoða við að samtvinna verkefnið við önnur tengd verkefni og stefnur ESB.
Verkefnisstjóri
Skrifstofa rektors Háskóla Íslands
Reykjavík
02.2021 - 09.2022
Ábyrgð á framkvæmd Aurora samstarfsins sem hefur það að markmiði að efla kennslu, rannsóknir og nýsköpun innan Háskóla Íslands í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í nánu samstarfi við erlenda háskóla.
Helstu verkefni: Átti náið samstarf með öllum stjórnarsviðum við framkvæmd og innleiðingu verkefnisins og stefnu háskólans um alþjóðlegt samstarf í kennslu, vann náið með samstarfsfólki erlendis og var helsti tengiliður þeirra, annaðist upplýsingamiðlun, gerð bakgrunnssamantekta og fundargerða, þróun kynningarefnis, aðstoðaði nemendur og starfsfólk til að taka þátt í verkefnum, hafði mikla aðkomu að mati á gæðum og árangri.
Útsendur Sérfræðingur
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
Brussel
04.2017 - 01.2021
Aðstoð við framkvæmd Erasmus+ samstarfsáætlunar Evrópusambandsins á sviði háskólanáms í 34 þátttökuríkjum.
Helstu verkefni: Fylgdist náið með þróun málaflokksins innan EES, hafði eftirlit með innleiðingu áætlunarinnar og lagði mat á árangur í skýrslum, miðlaði upplýsingum til hagsmunaaðila og veitti þeim aðstoð eftir þörfum meðal annars með svörun formlegra og óformlegra fyrirspurna, undirbjó fundi og viðburði, skrifaði ræður og bakgrunnskjöl fyrir æðstu fulltrúa Evrópussambandsins á sviði málaflokksins, skrásetning í málaskrár, kynnti áætlunina á ráðstefnum, viðburðum, vefmálstofum og fyrir gestum framkvæmdastjórnarinnar og studdi við frekari stefnumótun.
Verkefnisstjóri
Alþjóðasvið Háskóla Íslands
Reykjavík
06.2010 - 03.2017
Umsjón með þátttöku í Erasmus+ samstarfsáætlun Evrópusambandsins og Nordplus samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði menntun og menningar.
Helstu verkefni: Leiddi stefnumótun Háskóla Íslands á sviði alþjóðamála, annaðist úthlútun og bókhald styrkja, lagði mat á árangur og nýtingu styrkja í árlegum skýrslum, sinnti skráningu í málaskrá eftir þörfum, annaðist kynningar og upplýsingamiðlun til háskólasamfélagsins, studdi við samningaviðræður og gerð samtarfssamninga við erlenda háskóla, aðstoðaði nemendur og starfsfólk við þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, tók á móti erlendum gestum og nemendum og var fulltrúi háskólans á ráðstefnum erlendis.
Education
Bachelor of Arts - Stjórnmálafræði
Háskóli Íslands
02.2012
Stúdentspróf af Alþjóðabraut -
Verzlunarskóli Íslands
06.2007
Meistaranám í Opinberri Stjórnsýslu (MPA) -
Háskóli Íslands
Skills
Víðtæk reynsla af verkefnastjórnun og opinberri stjórnsýslu á alþjóðlegum og innlendum vettvangi
Framúrskarandi fjölmenningarleg samskiptafærni
Vön að vinna undir álagi og í breytilegum aðstæðum, bæði sjálfstætt og í teymi, með góðum árangri
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Þekking á Microsoft Office, Google Workspace,Skype, Zoom, Cisco Webex, Instagram, Facebook, LinkedIn, X
Certification
"The Sustainable Development Goals – A global, transdisciplinary vision for the future", Kaupmannahafnarháskóli, 2020.
"Academic Engagement in Public Policy", Massachusetts Institute of Technology (MIT), 2020.
"U.S Public Policy: Social, Economic, and Foreign Policies", Harvard University, 2020.
"Results-based management training course" , UNICEF, 2020.
Hef sótt margvísleg námskeið á vegum ESB til að efla færni mína í textagerð, vefsíðugerð, glærugerð og ræðumennsku.
Fór í starfsþjálfun til háskóla í Bretlandi og Frakklandi árin 2016 og 2017.
Önnur reynsla
Var aðstoðarkennari í námskeiðinu "Inngangur að alþjóðastjórnmálum" í Háskóla Íslands
Sat í stjórnarnefnd Nordlys samstarfsins sem vinnur að því að efla nemenda og starfsmannaskipti milli norðurlandanna
Veitti aðstoð á landskrifstofu Menntaáætlunar ESB við mat á umsóknum um styrki til margvíslegra verkefna og annaðist undirbúning 25 ára afmælishátíðar Erasmus á Íslandi
Stofnaði mentor verkefni innan Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands til að styðja við nýja nemendur í skólanum
Þjálfaði breska nemendur í leiðtogafærni á vegum samtakanna Common Purpose